Gunnar Hörður Sæmundsson fæddist 28. nóvember 1956 í Hafnarfirði. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 29. nóvember 2024.

Foreldrar hans voru Sæmundur Hörður Björnsson, f. 1926, d. 2015, og Hrefna Eyjólfsdóttir, f. 1928, d. 1993. Systkini Gunnars eru: Eyjólfur Þór, f. 1950, d. 2018, eftirlifandi eiginkona hans er Gerður Sigurðardóttir; Sæmundur, f. 1961, d. 2002; Þórey Ósk, f. 1971.

Eftirlifandi eiginkona er Sigríður Björg Stefánsdóttir, f. 19.1. 1957, þau giftu sig 17. júlí 1976. Börn þeirra eru: 1) Stefán, f. 12.4. 1976, kona hans er Wanida Nakngoen. Dóttir Stefáns er Sigríður Kristbjörg, f. 27.9. 2008. 2) Hörður, f. 18.8. 1982, sonur Harðar er Oliver Breki, f. 24.4. 2004.

Gunnar lauk sveinsprófi í vélvirkjun árið 1977, hann hóf nám í véltæknifræði í Tækniskólanum og lauk því námi frá

...