Gærdagurinn var erfiður fyrir Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Ragnhildi Sigurðardóttur á lokaúrtökumótinu í Marokkó fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Þær voru hnífjafnar annan daginn í röð, á fimm höggum yfir pari, 77 höggum, og sigu niður í 107. sæti af 154 keppendum eftir tvo daga. Leiknir eru fimm hringir en 65 efstu keppendur að loknum þeim fjórða fá að spila lokahringinn á föstudag og þar ræðst hverjar komast á Evrópumótaröðina.