Árið 2024 er senn á enda og ViðskiptaMogginn hefur nú komið út í síðasta skipti á þessu ári. Í Dagmálaþætti dagsins er litið yfir farinn veg, en gestir þáttarins eru þeir Gísli Freyr Valdórsson, sem rekur hið vinsæla hlaðvarp Þjóðmál, og Þórður Gunnarsson hagfræðingur.
Í umræðu um sigra og töp ársins nefnir Þórður að salan á TM til Landsbankans geti hvort tveggja talist sigur og tap ársins.
„[…] stór sigur fyrir hluthafa Kviku en tap fyrir okkur skattgreiðendur að mörgu leyti,“ segir hann.
Gísli Freyr segir það hið undarlegasta mál hvernig tryggingafélag var selt til fyrirtækis, hvers eigandi vildi ekki kaupa það.
„Það eru svo margar hliðar á þessu máli. Eins og við nefnum, Kvika kemur ágætlega út úr þessu. Þeir fá borgað
...