Haukar verða á toppnum í úrvalsdeild kvenna í körfubolta yfir jól og áramót eftir útisigur á Aþenu, 77:64, í Breiðholtinu í gærkvöldi. Haukaliðið er nú með 18 stig og í toppsæti deildarinnar en Njarðvík er í öðru sæti með 16 stig
Garðabær Lettinn Ilze Jakobsone sækir að körfu Stjörnunnar en hún skoraði 20 stig fyrir Tindastólsliðið í gær. Elísabet Ólafsdóttir verst henni.
Garðabær Lettinn Ilze Jakobsone sækir að körfu Stjörnunnar en hún skoraði 20 stig fyrir Tindastólsliðið í gær. Elísabet Ólafsdóttir verst henni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Körfubolti

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Haukar verða á toppnum í úrvalsdeild kvenna í körfubolta yfir jól og áramót eftir útisigur á Aþenu, 77:64, í Breiðholtinu í gærkvöldi. Haukaliðið er nú með 18 stig og í toppsæti deildarinnar en Njarðvík er í öðru sæti með 16 stig. Aþena er í áttunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með sex stig, líkt og Valur og Hamar/Þór, sem eru fyrir neðan Aþenu, og Grindavík sem er sæti ofar.

Haukaliðið fór sex stigum yfir til búningsklefa og var mun sterkara í þriðja leikhluta sem skilaði sigrinum.

Lore Devos átti sannkallaðan stórleik í liði Hauka en hún skoraði 35 stig, tók tíu fráköst og gaf eina stoðsendingu en Þóra Kristín Jónsdóttir átti einnig mjög góðan leik þar sem hún skoraði 20 stig,

...