Til að ná tökum á rekstri hins opinbera með hagræðingu og fækkun starfsfólks er lykilatriði að afnema sérréttindi á borð við uppsagnarverndina.

Kjaramál

Ólafur Stephensen

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Viðskiptaráð Íslands birti í síðustu viku áhugaverða úttekt, þar sem leitazt var við að meta til fjár ýmis sérréttindi, sem opinberir starfsmenn njóta umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Niðurstaðan er að hin ýmsu starfstengdu sérréttindi opinberra starfsmanna samsvara tæplega 19% kauphækkun.

Þar munar mest um styttri vinnuviku, sem reiknast til 11,1% kaupauka. Í kjarasamningunum 2019 þóttust ríki og sveitarfélög hafa gert kjarasamninga sem rúmuðust innan ramma lífskjarasamningsins svokallaða á almennum vinnumarkaði. Reyndin var hins vegar sú að starfsfólk hins opinbera fékk miklu ríflegri styttingu vinnuvikunnar. Dæmi eru hjá hinu opinbera um fjögurra klukkustunda

...