Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Bókin fjallar um aðlögun í stóra samhenginu, það var mín hugsun með þessum ljóðum. Aðlögun er forsenda fyrir því að lífverur lifi af, þær sem aðlagast geta fjölgað sér og lifað af, en þær sem geta ekki aðlagast, þær lifa ekki af. Þess vegna er maðurinn alls staðar á jörðinni, hann hefur aðlagast ólíkustu aðstæðum,“ segir Þórdís Gísladóttir rithöfundur sem sendi frá sér nýja ljóðabók á dögunum, Aðlögun.
„Í bókinni er ljóð um síðustu daga lífveru sem lifði ekki af, loðfílinn. Ég yrki líka um forföður okkar, járnaldarmann, og læt fylgja með ljósmynd af andliti hans. Ég elska þessa mynd og söguna á bak við hana, en bóndi á Jótlandi kom niður á þennan dána mann í mýri um 1950. Líkið hafði varðveist svo vel að bóndinn hringdi í
...