Síðustu daga hefur óþol gagnvart stjórnmálamönnum og opinberum aðilum sem enga ábyrgð virðast taka á þeim verkefnum sem þeim er treyst fyrir komið skýrt fram. Flokkar eins og Píratar og Vinstri-grænir horfnir af þingi. Enn eru þessir flokkar samt að í Reykjavíkurborg.
Skipulagsslysið í Breiðholtinu, þar sem yfir 11 þúsund fermetra vöruskemma virðist óvænt vera komin inn í íbúðahverfi, er gott dæmi. Þar skilur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, ekki neitt í neinu og er að sögn miður sín. Eflaust miður sín yfir eigin getuleysi.
Nýi þingmaðurinn og fyrrverandi borgarstjóri Dagur B. Eggertsson á mikinn þátt í þessu klúðri enda var hann borgarstjóri þegar þetta verkefni var samþykkt innan borgarinnar. Hann er nú á stærra sviði og getur látið til sín taka þar, reyndar bara aukahlutverk að mati Kristrúnar leiðtoga Samfylkingarinnar.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri lætur hins vegar eins og flugstjóri
...