Friðrikka Baldvinsdóttir fæddist á Hofsósi 25. mars 1931. Hún lést 4. desember 2024.
Foreldrar Friðrikku voru Baldvin Ágústsson sjómaður, f. 23.7. 1894, d. 18.8. 1949, og Jóna Geirmundsdóttir húsmóðir, f. 19.8. 1888, d. 24.11. 1963.
Friðrikka gifttist eftirlifandi eiginmanni sínum, Heimi Brynjúlfi Jóhannssyni, prentsmiðjustjóra og bókaútgefanda, 4. júlí 1954.
Foreldrar Heimis voru Jóhann J. Kristjánsson héraðslæknir og Inga Guðmundsdóttir læknisfrú.
Börn Friðrikku og Heimis eru: Inga Jóna, Baldvin Gunnlaugur, Guðmundur, Hafdís Harpa og Brynjúlfur.
Barnabörn, barnabarna- og barnabarnabarnabörn eru 51 talsins.
Friðrikka byrjaði ung að árum að vinna,
...