De Lumine – Icelandic works for solo violin ★★★★½ Verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Huga Guðmundsson og Viktor Orra Árnason. Sif Margrét Tulinius (fiðla). Ulysses Arts UA240090, árið 2024. Heildartími 62 mín
Magnús Lyngdal Magnússon
De Lumine – Icelandic works for solo violin
★★★★½
Verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Huga Guðmundsson og Viktor Orra Árnason. Sif Margrét Tulinius (fiðla). Ulysses Arts UA240090, árið 2024. Heildartími 62 mín.
Ég þreytist ekki á að benda á mikilvægi þess að flytja samtímatónlist. Svo er auðvitað brýnt að hljóðrita hana líka en verkin þrjú sem Sif Margrét Tulinius tók nýverið upp eftir þá Hjálmar H. Ragnarsson (f. 1952), Huga Guðmundsson (f. 1977) og Viktor Orra Árnason (f. 1987) eru giska ólík. Þau eiga það kannski einungis sameiginlegt að vera samin fyrir einleiksfiðlu (og af mjög ólíkum
...