Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Við erum enn að bíða eftir skipulagi á þessari lóð á Rangárflötum 6,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra, en á lóðinni sem er sunnan megin við Stracta-hótelið á Hellu er engu að síður risið fokhelt hús. Hreiðar Hermannsson eigandi hótelsins hafði verið að byggja hús á eigin lóð, en fór út fyrir lóðina sem hann hafði byggingarrétt á, yfir á lóð í eigu sveitarfélagsins.
Þegar hann er spurður hvort hægt sé að byrja að reisa hús án þess að skipulag fyrir lóðina sé samþykkt segir Haraldur Birgir svo ekki vera, en engar fundargerðir um skipulag eða byggingarleyfi þar að lútandi eru á vefsvæði sveitarfélagsins.
„Samkvæmt lögum má það ekki, en það er ekki þar með sagt að menn geri
...