Almar Atlason, myndlistarmaður og nú rithöfundur, vakti þjóðarathygli í desember árið 2015 þegar hann dvaldi nakinn í glerkassa í heila viku í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi. Gjörningurinn lagðist misjafnlega í fólk, eins og við mátti búast,…
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Almar Atlason, myndlistarmaður og nú rithöfundur, vakti þjóðarathygli í desember árið 2015 þegar hann dvaldi nakinn í glerkassa í heila viku í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi. Gjörningurinn lagðist misjafnlega í fólk, eins og við mátti búast, sumir hneyksluðust en aðrir jusu hinn unga listamann lofi.
Nú hefur Almar gefið út sína fyrstu skáldsögu, Mold er bara mold, með undirtitlinum Litla systir mín fjöldamorðinginn. Er hún gefin út í þremur bindum og nefnist það fyrsta Með Venus í skriðdreka, annað Frelsið er takmarkað og það þriðja Þindarlaus frásögn … og kápa hvers um sig myndskreytt af Almari sjálfum.