Bækur
Sölvi
Sveinsson
Bjarni er eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar. Allstór hluti ljóða hans eru tækifæriskvæði, erfiljóð, veislukvæði, kvæði um kónginn af ýmsum tilefnum o.fl. Ættjarðarljóð hans eru sérstök og einstæð. Bjarni var háættaður á mælikvarða tímans, Skúli fógeti og Stefánungar voru í ættgarðinum; faðir hans var sýslumaður Rangæinga og sat á Hlíðarenda í Fljótshlíð, föðurbróðir hans amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal. Bjarni hlaut beinlínis að vera settur til mennta, var enda læs tæplega fjögurra ára gamall og lauk stúdentsprófi 15 ára 1802 og sigldi þá þegar til Kaupmannahafnar og lauk lagaprófi tvítugur með ágætiseinkunn. Hann lærði auk þess þýsku og frönsku og stundaði söngnám; ensku nam hann síðar í Reykjavík. Hann starfaði næstu ár í Kaupmannahöfn, m.a. við uppskriftir á handritum
...