Glæpasaga Kvöldið sem hún hvarf ★★★★½ Eftir Evu Björgu Ægisdóttur. Veröld, 2024. Innb., 368 bls.
Betri Nýjasta bók Evu Bjargar er „mikið meira“ en góð glæpasaga.
Betri Nýjasta bók Evu Bjargar er „mikið meira“ en góð glæpasaga. — Morgunblaðið/Eggert

Bækur

Steinþór

Guðbjartsson

Eva Björg Ægisdóttir hefur skrifað góðar glæpasögur og sú nýjasta, Kvöldið sem hún hvarf, er mikið meira en það. Höfundur tekur á mannlífinu frá ýmsum hliðum og skoðar það frá mismunandi sjónarhornum, ekki síst með siðfræði, sálarfræði, félagsfræði og erfðir í huga. Ofbeldið er aldrei langt undan, en kærleikurinn leynir sér samt ekki, þó ekki gangi allir alltaf í sömu átt í þeim efnum.

Titillinn vísar í hvarf Sólrúnar Sveinsdóttur á Akranesi haustið 2015 en líkamsleifar hennar finnast fyrir tilviljun á eyðibýli í Hvalfjarðarsveit sex árum síðar. Á sama stað eru bein og höfuðkúpa af barni. Rannsókn lögreglunnar beinist í margar áttir, en lengi vel virðast blindgöturnar vera jafn margar. Jafnvel Karitas, sem flytur

...