Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ákveðið hefur verið að setja á fót spretthóp sem hafi samráð við fulltrúa sundlaugargesta varðandi fyrirkomulag gufubaðsþjónustu í sundlaugum Reykjavíkurborgar.
Hópurinn fær skamman tíma eins og nafnið bendir til og á að skila tillögum innan tveggja mánaða.
Gufubaðsmenning Reykvíkinga komst í fréttirnar sl. haust vegna nýrra reglna sem settar voru á nokkrum sundstöðum.
Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins kom fram að ákvörðun um kynjaskiptingu gufubaða fari eftir aðstöðu í hverri sundlaug og séu þau stundum kynjaskipt og stundum ekki.
Á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs lögðu
...