TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég ætla að vona að ég sé ekki að verða tuðgjarn með árunum en þetta árið er ansi fátæklegt í þessum efnum. Nei, ég er enginn skröggur, ég verð bara alltaf svo spenntur og forvitinn yfir þessu máli, hverjir ætla að leggja til í þennan sístækkandi geira í ár? Kacey Musgraves gaf t.d. út dásamlega plötu árið 2016 og Rod Stewart átti sömuleiðis yndislegt innslag – sem kom pínu á óvart – nokkrum árum fyrr. Innan um þetta eru svo voðagripir, man t.d. eftir jólaplötu Tonys Hadley sem var alls ekki að fljúga hjá neinum. Alger „jólasteik“, í yfirfærðri merkingu þess orðs.
En förum í þetta og upp með jólaskapið! Stærsta platan í ár er vafalítið plata spjallþáttastjórnandans Jimmys Fallon, Holiday Seasoning. Segir það mögulega eitthvað um árferðið að þetta er markverðasta
...