![](/myndir/gagnasafn/2024/12/19/d4304785-afab-4fd1-8f1f-3833623498ec.jpg)
Elías Vilhjálmur Einarsson veitinga- og leiðsögumaður fæddist 25. desember 1942. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 27. nóvember 2024.
Foreldrar Elíasar voru hjónin Gunnþórunn Erlingsdóttir húsmóðir og Einar G. Guðmundsson járnsmiður.
Systur Elíasar eru Kristín Sveinbjörg, f. 1933, sem hefur búið í Osló frá 1956, og Hafdís, f. 1935, d. 2024, en hún bjó lengst af í Reykjavík.
Eftirlifandi eiginkona Elíasar er Ólöf Guðríður Jakobína Eyjólfsdóttir, f. 1942, húsmóðir, sem starfaði einnig með Elíasi í Rúgbrauðsgerðinni.
Börn Elíasar eru: 1) Þórunn Scheving dósent, f. 1966, gift Ragnari G. Kristjánssyni, og eiga þau einn son. 2) Sóley framkvæmdastjóri, f. 1967, gift Hilmari Jónssyni, og eiga þau fjögur börn. 3) Eyjólfur Einar matreiðslumaður, f.
...