Árshækkun vísitölu íbúðaverðs mældist 10,6% í nóvember en til samanburðar mældist hún 8,7% í október. Þetta kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Mánaðarhækkun vísitölu íbúðaverðs var 0,83% í nóvember en hún var 0,18% í október
Fasteignaverð Hagfræðingur segir að þegar lóðir séu takmarkaðar þá vilji byggingaraðilar byggja dýrar íbúðir til að metta þann markað.
Fasteignaverð Hagfræðingur segir að þegar lóðir séu takmarkaðar þá vilji byggingaraðilar byggja dýrar íbúðir til að metta þann markað. — Morgunblaðið/Karitas

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Árshækkun vísitölu íbúðaverðs mældist 10,6% í nóvember en til samanburðar mældist hún 8,7% í október. Þetta kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Mánaðarhækkun vísitölu íbúðaverðs var 0,83% í nóvember en hún var 0,18% í október. Á síðustu þremur mánuðum hefur vísitalan hækkað um 0,7%, en það gerir 3% hækkun á ársgrundvelli.

Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu um 2,32% milli mánaða og nemur tólf mánaða breytingin um

...