Lopedro er nýtt hönnunarfyrirtæki í eigu Loga Pedro Stefánssonar, sem leit dagsins ljós fyrir aðeins nokkrum vikum. Logi er vöruhönnuður úr Listaháskóla Íslands og hefur starfað við hönnun síðan hann útskrifaðist
Íslenskt Logi framleiðir flesta hlutina sjálfur á verkstæði sínu.
Íslenskt Logi framleiðir flesta hlutina sjálfur á verkstæði sínu. — Ljósmynd/Helgi Rúnar

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Lopedro er nýtt hönnunarfyrirtæki í eigu Loga Pedro Stefánssonar, sem leit dagsins ljós fyrir aðeins nokkrum vikum. Logi er vöruhönnuður úr Listaháskóla Íslands og hefur starfað við hönnun síðan hann útskrifaðist. Hann fann þó alltaf fyrir sterkri löngun til að búa til hluti og fann sig knúinn til að stofna eigið fyrirtæki hér á landi.

„Ég hef verið að starfa sem hönnuður síðan ég útskrifaðist og var einhvern veginn alltaf hlutbundinn í mínu námi. Vöruhönnunarnám á Íslandi er oft út frá rannsóknum og minna verið að framleiða dót. En ég var alltaf með þannig sterka taug í skólanum og núna þegar ég er búinn að vera að vinna sem hönnuður vildi ég gera meira af því sem ég hef áhuga á. Til þess að geta gert það þurfti

...