Formaður Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður KSÍ í febrúar.
Formaður Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður KSÍ í febrúar. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ vonast til þess að ráða nýjan þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á nýju ári. Þetta sagði hann í samtali við mbl.is og Morgunblaðið. „Þjálfaraleitin gengur vel en mér finnst ólíklegt að við fáum nýjan þjálfara í jólagjöf. Ég geri fastlega ráð fyrir því að línur verði farnar að skýrast eftir tvær til þrjár vikur,“ sagði Þorvaldur meðal annars en nánar er rætt við formann KSÍ á mbl.is/sport/efstadeild.