Sugar er sakamálasería með Colin Farrell í aðalhlutverki sem sjá má á Apple TV. Farrell leikur einkaspæjarann John Sugar sem rannsakar hvarf ungrar konu. Það er eins og Sugar geymi innra með sér leyndarmál
Farrell Hann er góður sem einkaspæjari.
Farrell Hann er góður sem einkaspæjari. — Mynd/IMDb

Kolbrún Bergþórsdóttir

Sugar er sakamálasería með Colin Farrell í aðalhlutverki sem sjá má á Apple TV. Farrell leikur einkaspæjarann John Sugar sem rannsakar hvarf ungrar konu.

Það er eins og Sugar geymi innra með sér leyndarmál. Hann er gagntekinn af gömlum Hollywood-sakamálamyndum og atriðum úr fjölmörgum þeirra bregður fyrir í þáttunum. Það er skemmtun fyrir þá sem hafa gamlar klassískar kvikmyndir í hávegum.

Ljósvakarýnir var ekki alveg viss hvað henni ætti að finnast um þættina eftir að hafa horft á tvo þeirra en alls eru þeir átta. Þættirnir eru vel gerðir og Farrell er heillandi en atburðarásin var fremur óljós.

Vinnufélagi var búinn að horfa á þá til enda. „Geimverur koma við sögu,“ sagði

...