Geir Pedersen, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, hvatti í gær til þess að frjálsar kosningar yrðu haldnar í Sýrlandi sem fyrst. Pedersen, sem hefur verið erindreki SÞ í Sýrlandi frá árinu 2018, sagði mikilvægt að nýir valdhafar í…
Leit Margir Sýrlendingar hafa fest miða á styttu á torgi í Damaskus þar sem auglýst er eftir horfnum ástvinum.
Leit Margir Sýrlendingar hafa fest miða á styttu á torgi í Damaskus þar sem auglýst er eftir horfnum ástvinum. — AFP/Louai Beshara

Geir Pedersen, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, hvatti í gær til þess að frjálsar kosningar yrðu haldnar í Sýrlandi sem fyrst.

Pedersen, sem hefur verið erindreki SÞ í Sýrlandi frá árinu 2018, sagði mikilvægt að nýir valdhafar í Sýrlandi virtu réttindi allra trúarhópa og þjóðarbrota í landinu og að allir hlutaðeigandi, bæði í Sýrlandi og utan þess, gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að koma á stöðugleika. Sýrlendingar væru afar vongóðir um betri tíma fram undan en á sama tíma væru þeir uggandi um að ekki yrði staðið við gefin loforð. Það væri að vonum í ljósi þess hve hröð umskiptin í landinu hafa verið.

Uppreisnarsveitir undir forustu Hayat Tahrir al-Sham (HTS), íslamskra samtaka sem hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök af ýmsum vestrænum ríkjum, náðu völdum í landinu 8. desember eftir að Bashar al-Assad forseti landsins flúði til Rússlands. Samtökin hafa heitið því að tryggja að réttindi allra verði virt. Bráðabirgðastjórn er nú við

...