Öllu verður tjaldað til þegar spunaleikhópurinn Improv Ísland kemur fram á einstökum jólatónleikum er bera yfirskriftina Jólavinir Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardaginn, 21. desember, að því er segir í tilkynningu. Þar munu leikarar hópsins, ásamt fjögurra manna hljómsveit, töfra fram tónleika á staðnum sem búnir eru til út frá hugmyndum áhorfenda. „Áhorfendur geta búið sig undir einstaka kvöldskemmtun þar sem gleði og hlátur eru í hávegum höfð.“