Ragnar Axelsson ljósmyndari og Einar Geir Ingvarsson hönnuður hafa opnað galleríið Qerndu (qerndu.com), þar sem skrifstofa þeirra er á 2. hæð á Laugavegi 3 í Reykjavík. „Unnendur ljósmynda Ragnars vilja sjá og eignast ljósmyndaprent og hérna getum við tekið á móti þeim,“ segir Einar
Qerndu Ragnar Axelsson ljósmyndari og Einar Geir Ingvarsson, hönnuður og framkvæmdastjóri, í galleríinu.
Qerndu Ragnar Axelsson ljósmyndari og Einar Geir Ingvarsson, hönnuður og framkvæmdastjóri, í galleríinu.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Ragnar Axelsson ljósmyndari og Einar Geir Ingvarsson hönnuður hafa opnað galleríið Qerndu (qerndu.com), þar sem skrifstofa þeirra er á 2. hæð á Laugavegi 3 í Reykjavík. „Unnendur ljósmynda Ragnars vilja sjá og eignast ljósmyndaprent og hérna getum við tekið á móti þeim,“ segir Einar. Um 20 ljósmyndir, sem RAX hefur tekið á Íslandi og norðurslóðum, eru þar til sýnis auk bóka þeirra og er stefnt að því að skipta reglulega um verk á veggjunum. „Í framtíðinni munum við kynna fleiri listamenn í galleríinu og vekja athygli landsmanna á mikilvægi ljósmyndarinnar.“

„Við höfum verið með 19 sýningar á árinu og þar af þrjár einkasýningar, nær allar erlendis,“ heldur Einar áfram, en hann er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og hefur skipulagt

...