Jón Geir Ágústsson byggingartæknifræðingur og fyrrverandi byggingarfulltrúi á Akureyri fæddist 7. ágúst 1935 á Tjörn í Ólafsfirði. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 10. desember 2024.
Foreldrar hans voru Ágúst Jónsson byggingarmeistari og Margrét Magnúsdóttir húsmóðir. Hann var næst yngstur fjögurra systkina: Magnús, d. 2022, María Sigríður, d. 2020, og eftirlifandi systir hans er Halldóra Sesselja.
Eiginkona Jóns Geirs var Heiða Þórðardóttir og bjuggu þau á Akureyri alla sína tíð. Heiða lést árið 2022. Þau eignuðust sex börn sem eru:
1) Signý, hennar börn eru Júlía Heiða, Victor og fósturbörnin Björn Þór og Birta Líf. Barnabörn Signýjar eru fimm. 2) Þórður, kvæntur Árdísi Fanneyju Jónsdóttur og þeirra sonur er Máni. 3) Margrét, gift Guðmundi Árnasyni og þeirra dóttir er Móheiður. 4) Þórdís, gift Sigurði U. Sigurðssyni og börn þeirra