Menntamál Skólahús Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Menntamál Skólahús Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. — Morgublaðið/Sigurður Bogi

Þótt kennslu í flestum framhaldsskólum á haustönn sé nú lokið verður starf í Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) alveg fram á föstudag. Með því er unnið upp það sem niður féll í verkfalli kennara skólans sem stóð frá 29. október til og með 29. nóvember. Þá duttu út 24 kennsludagar með tilheyrandi röskun á skólastarfi. Brautskráning haustannar í FSu sem venjulega er um þetta leyti verður 11. janúar næstkomandi.

„Hér er reynt að gera eins gott úr hlutunum og aðstæður leyfa. Starfsfólk og nemendur hafa verið áfram um slíkt og þetta gengur allt upp. Ég veit að álag á alla hefur verið talsvert en hvernig úr hefur spilast er aðdáunarvert,“ segir Soffía Sveinsdóttir skólameistari FSu í samtali við Morgunblaðið.

„Þegar kennsla liggur niðri í fjórar vikur fer sitthvað úr takti og þegar starf hefst að nýju þarf að endurmeta stöðuna. Við treystum kennurum til að endurmeta hvern áfanga fyrir sig. Einhverju efni var sleppt, farið hratt yfir annað, verkefnum fækkað

...