Þráinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 24. júní 1943. Hann lést 6. desember 2024.

Þráinn var sonur hjónanna Sigurbjargar Jónsdóttur frá Miðbæli undir Austur-Eyjafjöllum og Guðmundar Þorsteinssonar frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal. Sigurbjörg og Guðmundur fluttu til Eyja á fjórða áratugnum. Þau eignuðust tvö önnur börn, andvana fædda stúlku 1939 og dreng 1940 sem lést sama dag. Fjölskyldan bjó fyrst í Eiríkshúsi við Urðarveg og í Pétursborg við Vestmannabraut en byggðu svo húsið á Landagötu 14 og bjuggu þar fram að gosi 1973.

Eftir gos bjuggu þau um tíma í Reykjavík en fluttu svo á Selfoss þar sem þau festu kaup á viðlagasjóðshúsi að Lambhaga 20 og þar bjó Þráinn síðan.

Eftir hefðbundna skólagöngu í Vestmannaeyjum fór Þráinn í Iðnskólann og lærði húsgagnasmíði. Hann starfaði svo hjá

...