Unnið var að löndun úr línuskipi Vísis hf., Páli Jónssyni GK-7, í Grindavíkurhöfn í gær, en skipið kom til hafnar í gærmorgun með um 160 tonna afla. Páll Jónsson GK er að líkindum annað aflahæsta línuskipið á þessu ári með um 5.500 tonn, en…
Unnið var að löndun úr línuskipi Vísis hf., Páli Jónssyni GK-7, í Grindavíkurhöfn í gær, en skipið kom til hafnar í gærmorgun með um 160 tonna afla. Páll Jónsson GK er að líkindum annað aflahæsta línuskipið á þessu ári með um 5.500 tonn, en Sighvatur GK, sem Vísir gerir einnig út, er með lítilsháttar meiri afla á árinu.
Segir Benedikt Páll Jónsson skipstjóri í samtali við Morgunblaðið að síðasti túr hafi gengið ljómandi vel, en skipið var við veiðar út af Vestfjörðum.
„Okkur hefur gengið mjög vel í ár, enda með toppáhöfn, frábært skip og útgerð. Það er allt eins og best verður á kosið,“ segir Benedikt, en áhöfnin, sem í eru 14 manns, er á leiðinni í jólafrí
...