Listasafn Íslands Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár ★★★★½ Sýningin stendur til 30. mars 2025. Opið er alla daga klukkan 10-17.
Andlit Í sal helguðum portrettinu má sjá „Valdakonur“ eftir Önnu Hallin og „Listamenn“ Erlings Klingenberg.
Andlit Í sal helguðum portrettinu má sjá „Valdakonur“ eftir Önnu Hallin og „Listamenn“ Erlings Klingenberg. — Ljósmyndir/María Margrét Jóhannsdóttir

Myndlist

María Margrét Jóhannsdóttir

Þegar tilefnið er stórt þá er eðlilegt að öllu sé tjaldað til og sú er raunin í Listasafni Íslands sem í ár fagnar 140 ára afmæli sínu. Við Fríkirkjuveg stendur nú yfir viðamikil sýning á safneign safnsins undir heitinu Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár. Allt húsið er undirlagt af málverkum, skúlptúrum, ljósmyndum og innsetningum en um er að ræða hátt í 200 verk eftir 100 listamenn sem gefa innsýn í íslenska listasögu frá stofnun safnsins sem skipt hefur verið í fjögur ólík þemu: samfélag; myndir af manneskjum; form, línur, litir og maður og náttúra.

Uppsetning sýningarinnar er skemmtileg og er rými safnsins vel nýtt. Það er til að mynda áhrifamikið að nýta anddyri og forrými salanna fyrir stóru skúlptúra Rósu Gísladóttur,

...