Gríðarlegur vandi ríkir í leikskólamálum í Reykjavík þrátt fyrir síendurtekin loforð Samfylkingarinnar um að leysa þennan vanda. Loforð Samfylkingarinnar hafa farið vaxandi eftir því sem ástandið hefur versnað og æ meira vantar því upp á að staðið sé við það sem sagt er fyrir kosningar.
Í nágrannasveitarfélögunum er reynt að bregðast við vanda í leikskólamálum með ýmsum breytingum, svo sem í Kópavogi þar sem ágætlega hefur tekist til. Meirihlutinn í Reykjavík vill hins vegar engu breyta sem gæti orðið til að létta álaginu af foreldrum, sem eru í miklum vandræðum vegna þessa og settir í erfiða stöðu á vinnumarkaði.
Nú hafa tvö fyrirtæki ákveðið að við þetta ástand verði ekki unað lengur og hyggjast hefja rekstur eigin leikskóla. Þetta er skiljanlegt í ljósi aðstæðna, léttir vonandi á ástandinu og verður jafnvel til að
...