Kantmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru allir á besta aldri en þeir fimm leikmenn sem spiluðu flesta leiki í þessari stöðu á árinu 2024 eru á aldrinum 22 til 26 ára. Þeir eru flestir komnir með ágætis reynslu eftir að hafa komið inn í…
Kantarnir
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Kantmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru allir á besta aldri en þeir fimm leikmenn sem spiluðu flesta leiki í þessari stöðu á árinu 2024 eru á aldrinum 22 til 26 ára.
Þeir eru flestir komnir með ágætis reynslu eftir að hafa komið inn í liðið á undanförnum fjórum til sex árum og geta allir bætt talsverðu við sig. Sá yngsti þeirra, Mikael Egill Ellertsson, er kominn lengst hvað félagslið varðar en hann er fastamaður í liði í ítölsku A-deildinni.
Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson tóku báðir hliðarskref á ferlinum í sumar og fóru í stærri félög þrátt fyrir að þeir leiki ekki í efstu deild í vetur. Arnór Sigurðsson er í toppbaráttu í ensku B-deildinni og beðið hefur verið eftir
...