Fundarhöld Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín.
Fundarhöld Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín. — Morgunblaðið/Eyþór

For­menn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins funduðu eftir hádegi í gær og skrif á stjórn­arsátt­mála voru enn í full­um gangi. Þetta upplýsti Ingi­leif Friðriks­dótt­ir, aðstoðarmaður Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur for­manns Viðreisn­ar, um í sam­tali við mbl.is síðdegis í gær.

For­menn­irn­ir þrír hafa haldið spil­un­um þétt að sér. Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins verður rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins mynduð öðrum hvorum meg­in við jól. Þó að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður gangi vel er ekki búið að ná lend­ingu í öll­um mála­flokk­um.

„Mér líst auðvitað bara vel á stöðuna upp að því marki sem ég þekki hana. Ég er í reglu­leg­um sam­skipt­um við for­mann­inn, Þor­gerði Katrínu, og veit að vinn­unni miðar áfram,“ segir Hanna Katrín Friðriksson. Flokks­syst­ir henn­ar, Þor­björg Sig­ríður Gunnlaugsdóttir, er á sama máli og kveðst ágæt­lega bjart­sýn á að rík­is­stjórn þessara flokka verði mynduð

...