Real Madrid vann Pachuca frá Mexíkó, 3:0, í úrslitaleik álfukeppni FIFA í Luisail í Katar í gær. Kylian Mbappé kom Real-liðinu yfir á 37. mínútu en Rodrygo skoraði annað mark liðsins á 53. Vinicius Junior skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu. Bæði lið munu taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða næsta sumar en keppnin verður stærri en nokkru sinni áður. 32 lið munu taka þátt í keppninni sem fer fram frá 14. júní til 13. júlí.