Sólveig Ásbjarnardóttir fæddist á Guðmundarstöðum í Vopnafirði 26. janúar 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli Kleppsvegi 9. desember 2024.
Foreldrar hennar voru Ásbjörn Stefánsson, bóndi á Guðmundarstöðum Vopnafirði, f. 1877, d. 1947, og Ástríður Kristjana Sveinsdóttir, f. 1886, d. 1956. Sólveig var yngst níu systkina sem öll eru nú látin.
Sólveig giftist Jens Jóhannesi Jónssyni búfræðingi, f. 1. maí 1921, d. 7. maí 2011, þann 3. apríl 1954. Börn Sólveigar og Jens eru: 1) Anna, f. 18. desember 1953, gift Sigurði V. Viggóssyni, f. 1953. Þau skildu. Þeirra börn eru: a) Snæbjörn, f. 1974, kvæntur Jóhönnu Þuríði Másdóttur, f. 1973. Þeirra börn eru Karl Jakob, f. 2001, og Maríanna Rín, f. 2004. b) Stefanía, f. 1979, gift Sveini Kristjánssyni, f. 1984. Þau skildu. Þeirra börn eru Kristján, f. 2008, Klara Margrét, f. 2009, og Karlotta, f. 2011.
...