Kvik­mynd­in Snert­ing eft­ir Baltas­ar Kor­mák hef­ur verið val­in á stutt­lista Óskar­sverðlaun­anna 2025 í flokkn­um besta er­lenda kvik­mynd­in. Myndin á því enn mögu­leika á að verða til­nefnd til Óskar­sverðlaun­anna en þær til­nefn­ing­ar verða til­kynnt­ar 17
Stuttlisti Spennan magnast 17. janúar.
Stuttlisti Spennan magnast 17. janúar.

Kvik­mynd­in Snert­ing eft­ir Baltas­ar Kor­mák hef­ur verið val­in á stutt­lista Óskar­sverðlaun­anna 2025 í flokkn­um besta er­lenda kvik­mynd­in. Myndin á því enn mögu­leika á að verða til­nefnd til Óskar­sverðlaun­anna en þær til­nefn­ing­ar verða til­kynnt­ar 17. janú­ar þegar fimm myndir verða valdar af listanum. Segir á vef Óskarsverðlaunanna að alls hafi fimmtán myndir verið valdar á stuttlistann í þessum flokki. Meðal annarra norrænna mynda á listanum má nefna framlag Danmerkur Pigen med nålen, í leikstjórn Magnusar von Horn, en hún er nú í sýningu í Bíó Paradís, og norsku myndina Armand sem hinn rúmlega þrítugi Halfdan Ullmann Tønde leikstýrir. Þá eiga Brasilía, Kandada, Tékkland, Frakkland, Þýskaland, Írland, Ítalía, Lettland, Palestína, Senegal, Taíland og Bretland einnig sinn fulltrúa á stuttlistanum.