Ólafur Stephensen Björnsson fæddist í Reykjavík 23. janúar 1935. Hann lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 8. desember 2024.

Ólafur var sonur hjónanna Ingibjargar Ólafsdóttur Stephensen húsmóður, f. í Skildinganesi 1906, d. 1998, og Björns Jónssonar vélstjóra, f. í Ánanaustum 1904, d. 1975. Bræður hans eru Jón Hilmar Björnsson sem er látinn, maki Kristín Ásgeirsdóttir. og Björn Ingi Björnsson, maki Alda Bragadóttir sem er látin. Kjörsystir hans frá fjögurra ára aldri og stórfrænka er Ingibjörg Stephensen (Bíbí).

Eiginkona Ólafs var Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 1935, d. 2022, dóttir hjónanna Önnu Katrínar Jónsdóttur húsmóður frá Gamla-Hrauni, f. 1912, d. 1999, og Ólafs Þorleifssonar verslunarmanns frá Stykkishólmi, f. 1907, d. 1972.

Börn þeirra eru: 1) Björn, matreiðslumeistari í Seljahlíð

...