„Þetta er í þrítugasta og annað sinn sem við höldum kertaljósatónleika í kirkjum á aðventunni, við byrjuðum á þessu árið 1993 þegar við sem skipuðum hópinn þá komum heim úr námi og við höfum haldið okkar dampi síðan, gert þetta árlega,“…
Camerarctica Umvafin kertaljósi, f.v. Sigríður Hjördís, Hildigunnur, Bryndís, Svava, Sigurður og Ármann.
Camerarctica Umvafin kertaljósi, f.v. Sigríður Hjördís, Hildigunnur, Bryndís, Svava, Sigurður og Ármann.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Þetta er í þrítugasta og annað sinn sem við höldum kertaljósatónleika í kirkjum á aðventunni, við byrjuðum á þessu árið 1993 þegar við sem skipuðum hópinn þá komum heim úr námi og við höfum haldið okkar dampi síðan, gert þetta árlega,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari og listrænn stjórnandi kammerhópsins Camerarctica. Hópinn skipa auk hans að þessu sinni þau Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og gestur er Sigríður Hjördís Indriðadóttir flautuleikari. Þegar Ármann er spurður hvers vegna þau leiki ævinlega verk eftir Mozart svarar hann því til að Mozart hafi samið ótrúlega fallega kammertónlist sem sé bæði létt og leikandi en búi líka yfir dýpt.

...