Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Þegar fyrsta deiliskipulagið fyrir Suður-Mjódd var samþykkt var það kynnt á almennum íbúafundi árið 2009 þar sem gert var ráð fyrir fjölbreyttri verslun, m.a. sérvöruverslun, þjónustu og starfsemi sem þjóna ætti heilum borgarhluta. Þar var gert ráð fyrir verslun og þjónustu, skrifstofum, stofnunum, afþreyingu og íbúðum, einkum á efri hæðum bygginga. Einnig var gert ráð fyrir matvöruverslunum og veitinga- og gististöðum.
Á lóðinni Álfabakka 2 var gert ráð fyrir aflöngu húsi á 1-7 hæðum með tveggja hæða bílakjallara upp á 22.500 fm á 16.340 fm lóð sem gaf nýtingarhlutfall upp á 1,4 án bílakjallara. Skýringarteikning sýndi einnar hæðar hús með turnum með reglulegu millibili sem gætu aðskilið mismunandi starfsemi húshlutanna.
...