Hrafnar Viðskiptablaðsins krunkuðu í gær um „yfirvofandi stjórnarsamstarf sem virðist ætla að vera stofnað um Reykjavíkurmódelið svokallaða – það er að segja auknar álögur, verri þjónustu og skuldasöfnun.“
Og þeir héldu áfram: „Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund á Seltjarnarnesi á dögunum. Hans síðasta verk var að bóka að hækka ætti útsvarið á Nesinu enn frekar.
Guðmundur Ari hlýtur að iða í skinninu að komast í landsmálin en hann viðurkenndi í samtali við Stefán Einar Stefánsson í Spursmálum Morgunblaðsins fyrir kosningar að Samfylkingin ætlaði að hækka almennan tekjuskatt á almenning.“
Guðmundur Ari hefur
...