Víkingur úr Reykjavík heimsækir LASK til Linz í Austurríki í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í mikilvægum leik fyrir Víkinga í kvöld. Víkingur getur með hagstæðum úrslitum komist áfram í umspil um sæti í 16-liða úrslitum
Sjö stig Víkingar hafa þegar unnið tvo leiki í Sambandsdeildinni og standa vel að vígi fyrir leikinn í kvöld.
Sjö stig Víkingar hafa þegar unnið tvo leiki í Sambandsdeildinni og standa vel að vígi fyrir leikinn í kvöld. — Morgunblaðið/Eggert

Sambandsdeild

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík heimsækir LASK til Linz í Austurríki í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í mikilvægum leik fyrir Víkinga í kvöld. Víkingur getur með hagstæðum úrslitum komist áfram í umspil um sæti í 16-liða úrslitum.

Víkingur er sem stendur í 18.-19. sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Liðin sem hafna í 9.-24. sæti fara í ofangreint umspil en liðin í efstu átta sætunum fara beint í 16-liða úrslit.

LASK hefur valdið miklum vonbrigðum í Sambandsdeildinni, er með aðeins tvö stig og á svo gott sem engan möguleika á að komast áfram. Liðið steinlá fyrir Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina í síðustu umferð er það tapaði 7:0 á

...