Sigurður St. Helgason fæddist 19. ágúst 1940 í Reykjavík. Hann lést 6. desember 2024 á Landakotsspítala.
Foreldrar Sigurðar voru Helgi Guðmundsson, pípulagningameistari í Reykjavík, f. 16.2. 1902, d. 1.10. 1973, og Marta Jónsdóttir húsmóðir, f. 11.6, 1907 d. 3.10. 1992. Systur Sigurðar eru Sigrún, f. 13.4. 1934, og Margrét, f. 3.2. 1942.
Sigurður giftist 23.12. 1964 Guðrúnu Matthíasdóttur myndlistarmanni, f. 16.8. 1940. Foreldrar hennar voru Matthías Jochumsson Sveinsson, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 17.7. 1905, d. 2.8. 1999, og Bára Sigurbjörnsdóttir iðnverkakona, f. 8.2. 1912, d. 28.12. 1993.
Sonur Sigurðar og Guðrúnar er Matthías tannlæknir, f. 1971, maki Dalla Ólafsdóttir kennari, f. 1975. Þeirra börn eru Urður, nemi við læknadeild Háskóla Íslands, f. 2004, Ólafur Ragnar, nemandi
...