Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra beittu rafbyssu við yfirbugun á þriðjudag. Er þetta í fyrsta sinn sem slíku vopni er beitt í aðgerðum lögreglu hér á landi. Ríkislögreglustjóri greindi frá þessu í tilkynningu í gær
Rafbyssur Lögreglan hefur verið vopnuð rafbyssum síðan í haust.
Rafbyssur Lögreglan hefur verið vopnuð rafbyssum síðan í haust. — Morgunblaðið/Eggert

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra beittu rafbyssu við yfirbugun á þriðjudag. Er þetta í fyrsta sinn sem slíku vopni er beitt í aðgerðum lögreglu hér á landi.

Ríkislögreglustjóri greindi frá þessu í tilkynningu í gær. Segir í tilkynningunni að vopninu hafi verið beitt gegn vopnuðum einstaklingi sem sýndi af sér ógnandi hegðun.

Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, Helena

...