Sýking Börnin borðuðu öll hefðbundinn mat, m.a. kjúkling og egg.
Sýking Börnin borðuðu öll hefðbundinn mat, m.a. kjúkling og egg. — Morgunblaðið/Sverrir

Sjö ung börn á Húsa­vík greind­ust með salmo­nellu fyrr á þessu ári. Síðar greind­ust til­felli á fleiri landsvæðum og hjá fólki á ólík­um aldri. Komið hefur fram að börn­in borðuðu öll hefðbund­inn mat, þar með talið kjúk­ling og egg.

Salmo­nella greind­ist í hálsa­skinns­sýn­um við slátrun kjúk­linga­hóps á ali­fugla­búi hér á landi í byrj­un apríl. Tveir kjúk­linga­hóp­ar til viðbót­ar reynd­ust sýkt­ir við slátrun en talið er að það hafi verið vegna kross­meng­un­ar frá fyrsta hópi. Víðtæk sýna­taka hef­ur farið fram í um­hverfi viðkom­andi já­kvæðra kjúk­linga­hópa og hafa öll sýni verið nei­kvæð.