Sjö ung börn á Húsavík greindust með salmonellu fyrr á þessu ári. Síðar greindust tilfelli á fleiri landsvæðum og hjá fólki á ólíkum aldri. Komið hefur fram að börnin borðuðu öll hefðbundinn mat, þar með talið kjúkling og egg.
Salmonella greindist í hálsaskinnssýnum við slátrun kjúklingahóps á alifuglabúi hér á landi í byrjun apríl. Tveir kjúklingahópar til viðbótar reyndust sýktir við slátrun en talið er að það hafi verið vegna krossmengunar frá fyrsta hópi. Víðtæk sýnataka hefur farið fram í umhverfi viðkomandi jákvæðra kjúklingahópa og hafa öll sýni verið neikvæð.