„Ég ólst upp í Gressvik hér í Fredrikstad og af skólagöngu minni fer ekki miklum sögum,“ segir viðmælandinn hispurslaust og brosir út í annað þar sem hann situr í hjólastól með sixpensara á höfði andspænis blaðamanni í nýrri og…
Höfundurinn Fjell skapaði rannsóknarlögreglumanninn Anton Brekke sem lesendur hans sjá varla sólina fyrir.
Höfundurinn Fjell skapaði rannsóknarlögreglumanninn Anton Brekke sem lesendur hans sjá varla sólina fyrir. — Ljósmynd/Anita Sjøstrøm

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég ólst upp í Gressvik hér í Fredrikstad og af skólagöngu minni fer ekki miklum sögum,“ segir viðmælandinn hispurslaust og brosir út í annað þar sem hann situr í hjólastól með sixpensara á höfði andspænis blaðamanni í nýrri og glæsilegri mathöll ekki langt frá farvegi árinnar Glommu, þar sem þungur og grár straumurinn þylur í hljóði dauðra manna nöfn.

Lítill er enda hörgullinn á harmleikjunum sem Glomma geymir. Þagmælskan er hennar aðal, vatnið talar ekki af sér, en ótal fyrirsagnir norskra fjölmiðla segja langa sögu og dapra. „Viðurkennir að hafa sökkt líki í Glommu“, „Líkfundur í Glommu í Fredrikstad“, „Kafarar fundu lík í Glommu...“, „Fann látna konu í Glommu“ og

...