— Morgunblaðið/Eggert

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum á morgun en til stóð að opna það í gær, miðvikudag. Mikill vindur hefur verið á svæðinu undanfarna daga og þurfti því að fresta opnuninni. Stefnt er að því að opna nokkrar brekkur, þar á meðal Drottninguna og Kónginn auk nokkurra barnabrekkna. Starfsmenn Bláfjallasvæðisins unnu við það í gær að gera allt klárt í lyftum og brekkum.