Belginn Yves Vanderhaeghe hefur verið ráðinn þjálfari belgíska knattspyrnuliðsins Kortrijk í stað Freys Alexanderssonar sem var sagt upp störfum í fyrrakvöld. Vanderhaeghe hefur tvisvar áður stýrt Kortrijk, á árunum 2014-15 og 2018-21.
Freyr Alexandersson sendi frá sér skilaboð á Instagram í gær þar sem hann þakkaði fyrir skilaboð, stuðning og ást sem hann hefði fengið eftir uppsögnina hjá Kortrijk. „Ekki hafa áhyggjur af mér. Ég vissi hvað ég var að koma mér út í. Þetta hefur verið frábært ferðalag. Bæði hæðirnar og lægðirnar,“ skrifaði Freyr.
Enska knattspyrnuliðið Tottenham verður án tveggja öflugra varnarmanna í fjórum síðustu leikjum ársins. Miðverðirnir Cristian
...