Kjartan Magnússon
Grafarholt og Úlfarsárdalur eru eftirsótt og ört vaxandi hverfi. Nýlega urðu þau tímamót að íbúar hverfisins urðu fleiri en tólf þúsund og útlit fyrir að þeim fjölgi enn frekar á næstu árum. Hverfið er því ekki lengur lítið heldur er það komið í hóp hinna stóru og fjölmennu.
Grafarholt og Úlfarsárdalur búa yfir mörgum kostum og er því vel skiljanlegt að hverfið njóti mikilla vinsælda. Þar er greiður aðgangur að miklum náttúruperlum, gott skólastarf og íþróttastarfið mjög öflugt.
Að sumu leyti hafa íbúar hverfisins þó fengið að finna fyrir því að þeir séu afskiptir og jafnvel afgangsstærð þegar kemur að þjónustu Reykjavíkurborgar. Lengi vel gekk illa að fá borgina til að standa við gefin fyrirheit um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal. Enn er ekki risið knatthús í
...