Á morgun verður þess minnst í Neskaupstað að hálf öld verður þá liðin frá hörmulegum atburðum í bænum þegar snjóflóð féllu á byggðina með þeim afleiðingum að 12 létu lífið. Þessir atburðir eru vel þekktir og hafa áður verið rifjaðir upp hér á síðum…
Sviðsljós
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Á morgun verður þess minnst í Neskaupstað að hálf öld verður þá liðin frá hörmulegum atburðum í bænum þegar snjóflóð féllu á byggðina með þeim afleiðingum að 12 létu lífið.
Þessir atburðir eru vel þekktir og hafa áður verið rifjaðir upp hér á síðum blaðsins enda ríkti þjóðarsorg í landinu vegna þessa í aðdraganda jólahátíðarinnar 1974. Atburðarásin verður því ekki rakin í smáatriðum í þessari umfjöllun.
Minningarstund verður haldin af þessu tilefni í Norðfjarðarkirkju á morgun klukkan 17. Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson og séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir leiða stundina. Kór Norðfjarðarkirkju syngur í athöfninni ásamt tónlistarfólki frá Neskaupstað, samkvæmt auglýsingu frá
...