Skiptar skoðanir eru um þá ósk Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) að fá varanlegt leyfi vegna áfengisveitinga á leikjum á Laugardalsvelli. Til þessa hefur verið veitt leyfi fyrir hvern einstakan viðburð
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skiptar skoðanir eru um þá ósk Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) að fá varanlegt leyfi vegna áfengisveitinga á leikjum á Laugardalsvelli. Til þessa hefur verið veitt leyfi fyrir hvern einstakan viðburð.
KSÍ sendi Reykjavíkurborg umsókn sl. sumar. Borgarráð óskaði eftir því að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð myndi leita umsagna.
Ráðið ákvað að senda erindið til umsagnar fjölmargra aðila og hafa umsagnir borist frá sjö þeirra, þ.e. Íþróttabandalagi Reykjavíkur, embætti landlæknis, IOGT á Íslandi, mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði, Reykjavíkurráði ungmenna, Ungmennafélagi Íslands og velferðarráði.
Fram kemur í svari Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) að á formannafundi ÍBR sem haldinn var
...