Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur setið í góðan áratug í embætti í umboði flokks síns, Frjálslynda flokksins. Þótt hann hafi alllengi setið í embætti sínu hefur á ýmsu gengið þar og Trudeau hefur í tvígang farið fyrir minnihlutastjórn í landi sínu. En hann hefur einnig sætt pólitískum rannsóknum þrisvar sinnum, og var sakfelldur tvívegis en sýknaður í eitt skipti. Fyrra „hneykslismálið“ var kallað „Aga Khan-málið“, þar sem forsætisráðherrann var talinn hafa þegið gjafir sem hefðu verið handan við siðleg mörk. Seinna málið var kallað „SNC Lavalin-málið“, og var einnig sakfellt vegna þess. Forsætisráðherrann sætti enn einni pólitískri rannsókn, eða í hið þriðja sinn, en stóð hins vegar þá atlögu andstæðinganna af sér.
Richard Nixon, forseti Bandaríkjanna, sótti á sínum tíma þau Trudeau-hjón heim, þegar sá yngri var svo sem ársgamall. Nixon skálaði
...