Við erum allar frekar náttúrulegar týpur sem vaða í verkin, lítið um hik eða tepruskap þar sem við förum saman. Ef ætti að lýsa okkur þremur, þá erum við ótrúlega mikið til í allt. Kannski þess vegna sem við erum svona góðar vinkonur
Galvaskar F.v. Dagný, Begga og Sigurlaug í skrúðreið um Reykjavík.
Galvaskar F.v. Dagný, Begga og Sigurlaug í skrúðreið um Reykjavík.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Við erum allar frekar náttúrulegar týpur sem vaða í verkin, lítið um hik eða tepruskap þar sem við förum saman. Ef ætti að lýsa okkur þremur, þá erum við ótrúlega mikið til í allt. Kannski þess vegna sem við erum svona góðar vinkonur. Okkar vinskapur er dásamlegur og gengur út á gleði og næringu andans,“ segja þær vinkonur Dagný Bjarnadóttir, Begga Rist og Sigurlaug Jónsdóttir, en þær hittust með nánast engum fyrirvara um daginn til að búa saman til jólakonfekt.

„Þetta er engin hefð hjá okkur, við höfum aldrei gert þetta áður, en þessi konfektgerð var mjög skemmtileg og það gekk á ýmsu, einn blandari sjóðhitnaði og bræddi næstum úr sér. Þetta var skyndiákvörðun, en megináherslan í þessu öllu er á hláturinn, samveruna og vitleysuna, þess vegna er

...